28.03.1946
Sameinað þing: 35. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 517 í D-deild Alþingistíðinda. (5318)

208. mál, björgunarskúta Vestfjarða

Flm. (Sigurður Bjarnason) :

Ég vil fagna því, að hæstv. ráðh. hefur áhuga á framgangi þessa máls, og mátti ég raunar vita, að annars var ekki af honum að vænta, þar sem þetta mál er svo mikilsvert fyrir hans kjördæmi. En viðvíkjandi því, sem hann gat um, að hann teldi slíka heimild, sem þáltill. fer fram á óþarfa, þá skilst mér þó, að hann liti öðruvísi á, þegar samningurinn var gerður, sem hér er prentaður sem fylgiskjal. Ég vil benda á það, að fjárveiting til þessa máls var á fjárl. síðasta árs, en er það ekki nú, og af þeim ástæðum vil ég, að ríkisstj. fái þessa heimild.

Ég vil svo vænta þess, eftir að hafa heyrt ræðu hæstv. ráðh., að till. eigi jafnvel betri byr að fagna, og er það að vonum.