27.04.1946
Sameinað þing: 42. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 522 í D-deild Alþingistíðinda. (5329)

208. mál, björgunarskúta Vestfjarða

Pétur Ottesen:

Ég tók ekki þátt í atkvgr. fjvn. um þessa þáltill. Það byggðist á því, að ég hugsaði mér að bera fram brtt. við þáltill. um landhelgisgæzlu og björgunarstarf, sem fæli í sér fullkomna lausn á þessu málefni björgunarfélaganna á Vestfjörðum. Þessa brtt. hef ég nú borið fram í sambandi við þá till., sem rétt áðan var verið að vísa til síðari umr., og þar liggur fyrir mín afstaða til þessarar till. Ég álít rétt að afgreiða málið sem lið í till. um landhelgisgæzlu og björgunarstörf. Þess vegna hef ég talið æskilegt að tengja þetta þannig við þá till. nú. Í brtt. minni og hv. þm. Barð. um þetta efni er og ýmislegt annað, sem snertir landhelgisgæzlu og björgunarstarfsemi, sem hér er um að ræða, og felast þar óskir okkar um þessi mál. — Þetta vildi ég láta koma fram. Mín afstaða er sú, að það eigi að afgreiða málið í sambandi við þáltill. um landhelgisgæzlu og björgunarstarf.