25.03.1946
Neðri deild: 94. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 675 í B-deild Alþingistíðinda. (646)

4. mál, dýrtíðarvísitala

Fjmrh. (Pétur Magnússon) :

Hv. þm. V.-Húnv. lætur sem hann skilji ekki, að hagur þeirra manna, sem öðrum eiga að greiða kaup, fer mikið eftir því, hvort vísitalan hækkar eða lækkar. Hann skilur þetta vel, en lætur bara sem hann skilji það ekki, að ef maður, þótt fátækur sé, hefur 3 menn í vinnu, er miklum mun betra, ef hann greiðir kaupið til þeirra eftir vísitölunni 185 heldur en ef hún færi t. d. upp í 215. Það munar áreiðanlega meiru en þótt hann fengi þessa niðurgreiðslu. Hitt má deila um, hvort hægt sé að verja það, að einn sé fátækur og annar ríkur og hvort það eigi ekki að gera ráðstafanir til þess, að allir hafi jafnmikinn hagnað og jafngóðan efnahag, en út í það hefur stj. ekki farið enn.