15.04.1946
Efri deild: 107. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 768 í B-deild Alþingistíðinda. (868)

168. mál, gistihúsbygging í Reykjavík

Lárus Jóhannesson:

Þessi brtt. er komin fram vegna þess, að ég hefði óskað, að hægt yrði að stofna félag, sem talsvert almenn þátttaka yrði í. Ef framlag ríkis og bæjar er allverulegt, er ég viss um, að menn mundu vilja leggja fé í þetta fyrirtæki. Það er einmitt til að útiloka ekki þessa þátttöku, að ég kem fram með þessa brtt. Einmitt til að fá þetta almannafé hef ég komið fram með till. um að atkvæðisréttur yrði takmarkaður. Ef aðilar eru 5, 3 stórir og 2 litlir, þá hafa þeir atkvæðisrétt í samræmi við framlög sín. Ég get ekki séð, að þetta spilli fyrir framgangi málsins, en það gæti aftur á móti orðið til þess, að einkafjármagn kæmi í fyrirtækið.