25.07.1946
Sameinað þing: 4. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 133 í B-deild Alþingistíðinda. (336)

1. mál, bandalag hinna sameinuðu þjóða

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. — Með því að fella síðari hluta till. á þskj. 9 og með þeim fyrirvara, sem gerður var af hálfu nokkurra hv. þm., sem auðsjáanlega voru efnislega henni fylgjandi, en greiddu atkv. gegn henni vegna þess, í hverju sambandi hún er samin, álít ég, að vilji Alþ. Íslendinga hafi engan veginn komið fram í sinni réttu mynd, og vil ég því gagnvart umheiminum gefa hv. Alþ. kost á því að tryggja það og sýna með atkvgr. um þessa till., þótt síðar verði, að Alþ. er ekki búið að segja sitt endanlega orð með þessari atkvgr., og tilkynni ég þess vegna, að Sósfl. mun leggja fram sjálfstæða þáltill., til þess að vilji Alþ. komi greinilega fram í þeim samningsumleitunum, sem ríkisstj. kemur til með að hafa í frammi. Með því vona ég, að hæstv. ríkisstj. hafi ekki það veganesti frá hv. Alþ., að það hafi verið fellt að óska brottfarar Bandaríkjahersins, heldur eigi hv. Alþ. að seðja jákvætt að lokum sitt síðasta orð um það.