05.10.1946
Sameinað þing: 11. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 217 í B-deild Alþingistíðinda. (367)

11. mál, niðurfelling herverndarsamningsins frá 1941 o.fl.

Sigfús Sigurhjartarson:

Herra forseti. — Ég hef leyft mér að flytja rökstudda dagskrá ásamt hv. 3. landsk. þm. (HV). Ég hef ekki hugsað mér að taka til máls við þessar útvarpsumr., en tel það minn rétt að fá að mæla með þessari till. og vil víta, hvort hæstv. forseti ætlar að taka af mér málfrelsi, og ég krefst þess að fá að taka til máls. Að útvarpsumr. loknum verða þm. a?S geta mælt með sínum till. Ég mun ekki fjölyrða um þetta nú, en mun að loknum útvarpsumr. kveðja mér hljóðs og óska þess, að nafn mitt verði sett á mælendaskrá.