24.09.1946
Neðri deild: 2. fundur, 65. löggjafarþing.
Sjá dálk 27 í B-deild Alþingistíðinda. (96)

6. mál, lýsisherzluverksmiðja

Atvmrh. (Áki Jakobsson):

Með lögum nr. 93. 25. sept. 1942 var samþ. að reisa síldarverksmiðjur á nokkrum stöðum á landinu. Enn fremur var þar veitt heimild til að reisa lýsisherzluverksmiðju, frekari heimild í þingsályktun. Síðan fór fram ýtarleg rannsókn. Var útbýtt meðal þing manna áliti verkfræðings. Virtist að þessari rannsókn lokinni tímabært að reisa verksmiðjuna, og ákvað ríkisstj. að nota heimildina.

Ég legg svo til, að málinu verði vísað til sjútvn.