22.05.1947
Efri deild: 141. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1013 í B-deild Alþingistíðinda. (1016)

238. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Þegar þetta mái var hér til 1. umr., gat ég þess, að ég óskaði eftir, að n. tæki til athugunar, hvort hún sæi sér ekki fært að láta einhvern hluta af skemmtanaskattinum renna til tónlistarstarfsemi í landinu, og sé ég nú, að n. hefur ekki séð sér það fært, og hv. frsm. n. heldur ekki talið það þess virði að ræða um það atriði eða láta hv. d. vita, hvort það hafi yfirleitt verið tekið til athugunar í n.

Ég leyfi mér því að bera hér fram brtt. við frv. um það, að í staðinn fyrir 50% undir tölul. 2 komi 45%, og legg ég til, að þessum 5% verði varið til tónlistarstarfsemi. Það má segja, að þetta sé það minnsta, sem hægt sé að skammta þeirri list í landinu, sem hefur verið olnbogabarn frá því fyrsta, og ég trúi því ekki, fyrr en ég tek á. að nú verði ekki samþ. að verja þarna 5% til þeirrar starfsemi.

Ég leyfi mér að bera fram þessa brtt. og afhenda hana hæstv. forseta.