28.11.1946
Neðri deild: 27. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1218 í B-deild Alþingistíðinda. (1303)

89. mál, innflutningur og gjaldeyrismeðferð

Fjmrh. (Pétur Magnússon) :

Ég verð að segja, eins og form. fjhn., að ég sé enga ástæðu til að hafa á móti því, að þetta verði fellt niður. Hins vegar sætti ég mig við brtt. í þá átt, sem hv. formaður fjhn. lýsti. En að sjálfsögðu verð ég að leggja áherzlu á, að málið fái skjóta afgreiðslu. Mun ég því ekki gera neinn ágreining, þótt málið nái fram að ganga þannig. Leyfi ég mér svo að leggja til við hæstv. forseta, að hann setji fund að nýju. svo að málið geti komizt til Ed. á morgun.