09.12.1946
Neðri deild: 34. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 52 í B-deild Alþingistíðinda. (153)

55. mál, aðflutningsgjöld o. fl.

Frsm. minni hl. (Einar Olgeirsson):

Herra forseti. — Ég skildi ekki framsm. meiri hl., að þetta mál heyrði ekki undir né kæmi í bága við l. um útlendingaeftirlitið. Við getum komið í veg fyrir það, að íslenzk stjórn rjúfi samninga, en við getum ekki neitað þessum 600 mönnum um landvistarleyfi, þar sem þeir hafa það þegar samkv. íslenzkum l. Þetta vona ég, að geti verið skilningur okkar beggja.

Annað atriðið, tekjuskattinn, kom hv. þm. ekki inn á, né loftleiðasamninginn frá 1929. Þetta er annað vafaatriðið, og væri nær að láta embættismenn ríkisins fjalla um þetta og leggja till. fyrir Alþ. Ég legg svo til, að mín rökst. dagskrá verði samþykkt.