11.04.1947
Efri deild: 113. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1456 í B-deild Alþingistíðinda. (2041)

132. mál, dýralæknar

Frsm. meiri hl. (Þorsteinn Þorsteinsson) :

Herra forseti. Þessi ræða hv. 1. þm. N-M. var nú heldur laus í böndunum. Mér er vel kunnugt um sannleikann í þessu máli, og hann er sá, að ef þessum dýralæknanema er tryggð staða strax, á meðan hann er úti, þá festir hann sig síður annars staðar. Þetta veit hv. þm. Og hann veit enn fremur, að Skagfirðingar telja sér nauðsynlegt að fá lærðan dýralækni, jafnvel þó að hann væri útlendur. Þeir leggja hið mesta kapp á þetta og telja það mjög nauðsynlegt, einkum með tilliti til mjólkurmálanna, að fá athugaðar kýr og mjólkurbú, sem hv. 1. þm. N-M. lagði einmitt mesta áherzlu á í ræðu sinni um daginn.