27.01.1947
Neðri deild: 59. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1499 í B-deild Alþingistíðinda. (2127)

137. mál, sala Stóruborgar í Grímsnesi

Flm. (Jörundur Brynjólfsson) :

Herra forseti. Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta frv., því að það er ofur einfalt. Vænti ég, að hv. Alþ. taki málinu vel og leyfi því fram að ganga. — Það er drepið á þau atriði í grg., sem eru þess valdandi, að hreppsn. óskar eftir að fá lagaheimild fyrir því, að hún geti fengið þessa jörð keypta, og hygg ég, þótt ekki séu höfð um það mörg orð í grg., þá skýri það eðli málsins fullkomlega. Vil ég leyfa mér að stinga upp á, að málinu verði vísað til hv. landbn. að þessari umr. lokinni, og vænti, að hv. n. afgreiði það skjótt og vel.