27.02.1947
Efri deild: 81. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 64 í B-deild Alþingistíðinda. (219)

24. mál, tekjuskattsviðauki 1947

Bernharð Stefánsson:

Herra forseti. — Ég ætla nú fátt að segja, en mig satt að segja stórfurðar á þessum umr., eins og ástatt er. Ég held við gleymum því, að við erum hér á þingi. sem átti að halda 1946. En nú er komið að lokum febrúar 1947, og fjárlög þurfa að fara að afgreiðast, og afgreiðslu þeirra hefði átt að vera lokið fyrir löngu, ef stjórnarkreppan hefði ekki komið í veg fyrir það. Og svo halda menn hér, að hægt sé í einu vetfangi að undirbúa gerbreytingu á skattakerfi landsins. Ég skil ekki í öðru en að hv. form. fjvn. sjái, að þær tekjur ríkissjóðs mega ekki missast, sem hér er um að ræða, og hann veit, að skattalögin verða ekki endurskoðuð á þessu þingi.

Aðrar ástæður vaka fyrir hv. 8. landsk. en hann nefndi, er hann telur nú ekki þörf á þessum skatti og snýst frá afstöðu sinni í haust, og þessar ástæður eru pólitískar.