25.02.1947
Neðri deild: 81. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 2004 í B-deild Alþingistíðinda. (2601)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Sigurður E. Hlíðar:

Herra forseti. Viðvíkjandi þessari fyrirspurn hv. 6. þm. Reykv. um frv. það, sem hann hefur lagt fram hér í hv. d., um Byggingarstofnun ríkisins og byggingarfélög, sem vísað var til heilbr.- og félmn. þessarar hv. d. þann 18. nóv. s. l., vll ég taka fram, að á fundi 3. des. s. l. var málið sent félmrn. til umsagnar, svo og stjórn Byggingarsjóðs verkamanna, stjórn verkamannabústaðanna og stjórn Samvinnubyggingarfélags Reykjavíkur. Til þessara stofnana var málinu vísað til umsagnar 3. des., og n. hefur ekki fengið enn neina umsögn um málið. — Á fundi, sem við héldum í n. í morgun, kom til orða að afgreiða mál þetta án þess að fá neinar umsagnir, án þess að bíða lengur eftir þeim. Hins vegar er sá háttur hafður hér á hæstv. Alþ.,nm. leita umsagnar þeirra stofnana, sem þeir álíta, að hafi vit á málinu, til rökfærslu fyrir hv. nm. Ég vona, að hv. 6. þm. Reykv. geri sig ánægðan með þessa afgreiðslu að svo komnu í trausti þess, að n. taki þetta mál til sinnar eigin athugunar. Ég geri ráð fyrir, að n. muni ekki bíða lengi eftir þessum umsögnum, sem hún hefur leitað og ég gat um, því að allt virðist benda til þess, að þau álit muni ekki eiga að koma eða ætla að koma til n.