06.05.1947
Efri deild: 126. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 2005 í B-deild Alþingistíðinda. (2606)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Það skal verða tekið til greina, er hér var farið fram á. Í því sambandi er ekkert, sem ég hef með að gera í sjútvn., nema eitt mál um landshöfn í Hornafirði, og hefur orðið samkomulag um afgreiðslu þess máls. Mun nál. koma í dag eða á morgun. En verið er að ganga frá nál. um fiskiðjuver á Ísafirði. Málið varðandi Sauðárkrók liggur hjá félmn., en ekki allshn. Form. hennar er hv. 4. landsk., og ég hygg hann muni taka það mál fyrir strax og n. hefur fengið upplýsingar því viðkomandi hjá hæstv. dómsmrh. Mér er ekki kunnugt um, að n. hafi enn fengið þær. Annað, held ég, að sé ekki þessu viðkomandi í n., sem ég starfa í.