10.04.1947
Efri deild: 112. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 92 í B-deild Alþingistíðinda. (286)

221. mál, bifreiðaskattur

Bernharð Stefánsson:

Þetta atriði, sem hér hefur borizt í tal, um jeppana, er athyglisvert, en ég fæ ekki betur séð en þeir geti ekki heyrt undir c-lið 1. gr. Þar stendur „bifreiðum, sem aðallega eru gerðar til fólksflutninga“, en ekki talað um, hvort þær eru notaðar til fólksflutninga. Nú er það vitanlegt, að jepparnir eru ekki geróir til fólksflutninga nema að nokkru leyti. Það er á þeim útbúnaður til dráttar, og pláss fyrir farþega er lítið, aðeins fyrir einn farþega, og ég held, að ómögulegt sé að halda því fram, að jepparnir séu gerðir til fólksflutninga aðallega. Vildi ég leyfa mér að spyrjast fyrir um það hjá hæstv. ráðh., hvort hann hafi athugað þennan lið málsins og hvernig hann hyggst að framkvæma þetta. Ég held, að það hlyti að vera löglegt, þó að jepparnir væru þarna undanþegnir, nema þeir, sem sannanlega eingöngu eru notaðir til fólksflutninga.