16.05.1947
Efri deild: 133. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1748 í B-deild Alþingistíðinda. (2954)

92. mál, tannlækningar

Frsm. (Gísli Jónsson) :

Í sambandi við það, sem hv. 3. landsk. sagði, að á þessum grundvelli ætti ekki að byggja lagasetningu, vil ég segja, að hann gleymir grundvallaratriðinu í þessu máli, að það er verið að viðurkenna hér á Alþ. margra ára. nauðsynjastarf þessara kvenna, sem um allt land hafa unnið og það á þeim stöðum, þar sem tannlæknar vildu ekki setja sig niður áður. Finnst mér það ekki mikið, þó að þær fengju þessi réttindi á efri árum. Þessu hefur hann gleymt. (HV: Nei, nei.) Hins vegar ber hann sáralítið traust til hinna ungu tannlækna, ef hann heldur, að þeir geti ekki með allri sinni þekkingu og glæsileik skákað þeim út af sviðinu á Ísafirði. Ég vil benda hv. 3. landsk. á, að eins og hann tók fram þá fór málið gegnum Nd. með 18 atkv. gegn 5. Það er því vilji hv. Nd. með miklum meiri hl. atkv., að það sé óbreytt, svo að hann getur friðað samvizku sína og greitt atkv. móti sinni eigin till. Ég vil benda hv. 3. landsk. á, að hann kom upp um sinn innri mann, þegar hann lagði til að fara eftir till. hæstv. menntmrh., því að hann lýsti yfir, að hann vildi vísa málinu frá. Og það er það, sem vakir fyrir hv. 3. landsk. að fá málið steindrepið.