11.12.1946
Neðri deild: 35. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1870 í B-deild Alþingistíðinda. (3307)

102. mál, ríkisborgararéttur

Frsm. (Garðar Þorsteinsson) :

Eins og segir í grg. á þskj. 175, hafa allshn. borizt umsóknir frá 39 mönnum um veiting ríkisborgararéttar. N. var sammála um að veita þeim mönnum, sem greinir á þessu þskj., ríkisborgararétt, 12 að tölu, en var hins vegar ekki sammála um hina aðilana, og n. klofnaði þess vegna um flutning málsins. Minni hl. n. hefur nú borið fram brtt. við frv. á þskj. 200, þar sem óskað er eftir, að 7 mönnum í viðbót verði veittur ríkisborgararéttur. En ég veit ekki, hvers vegna er gerður greinarmunur á þeim og hinum öðrum mönnum, sem sótt hafa um þennan rétt, en ekki eru teknir með í till. minni hl. n.till. meiri hl. n.

Það er samkomulag um það milli hv. frsm. minni hl. og mín, sem er frsm. meiri hl. n., að fresta umr. um hvern einstakan aðila, sem till. eru hér um að veita ríkisborgararétt, til 2. umr. Ég leyfi mér því að óska þess, að málinu verði vísað til 2. umr.