22.05.1947
Efri deild: 141. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 1894 í B-deild Alþingistíðinda. (3394)

159. mál, óskilgetin börn

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þm. Str. fyrir þessar undirtektir, sem hann hefur tekið til málsins, og þann skilning, sem hann hefur lagt í þetta, og ég vænti þess, að aðrir hv. þm. fylgi hans fordæmi og felli þessa gr.

Það er meginatriðið, að það er verið að taka frá búinu og greiða inn í tryggingarnar. Það má kannske segja, að þetta hafi verið eðlilegra eftir eldri l. eða þar sem um er að ræða sveitarfélög. En sá grundvöllur er fallinn burt, þess vegna á þetta að falla niður.

Það er kannske eins með 17. gr., það má deila um hana fram og til baka. En mér er meira áhugamál, að 11. gr. sé felld niður, og vænti ég þess, að brtt. mín um það verði samþ.