19.02.1947
Neðri deild: 77. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 385 í C-deild Alþingistíðinda. (4287)

175. mál, æskulýðshöll í Reykjavík

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að benda á í þessu sambandi, að fyrir þessari hv. d. liggur nú annað frv., sem má segja, að sé um sama efni og þetta. Það er 57. mál þingsins, á þskj. 83, um félagaheimili. Sá er einkum munur á þessum tveim frv., að í frv. um félagaheimili er gert ráð fyrir, að ákvæði þess nái til landsins alls, en ekki einungis til Reykjavíkur. Auk þess munu frv. ekki vera samhljóða að því leyti, að einhver munur mun vera á þeim stuðningi til þessara heimila, sem gert er ráð fyrir, að ríkið veiti.

Ég vil enn fremur benda á, að frv. um þetta sama efni, sem ég nefndi, er í fjhn. d., og mér finnst miklu eðlilegra, að frv. væru bæði í sömu n., þar sem um sams konar málefni er að ræða.