14.03.1947
Efri deild: 94. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 452 í C-deild Alþingistíðinda. (4431)

122. mál, búnaðarmálasjóður

Bernharð Stefánsson:

Það er nú kannske ekki mikil ástæða til að ræða þetta mál mikið nánar, enda virðast sumir þm. hafa meiri áhuga á að koma á stað umr. en fylgjast með framhaldinu. Hv. 1. þm. Reykv. hóf mál sitt á því að telja þetta mál heldur veigalítið. Það var annað hljóð í honum í gær, því að ég hef aldrei heyrt þennan þm. viðhafa annað eins offors, og erum við þó lengi búnir að sitja saman á þingi. Það var ekki fyrr en eftir þá ræðu Hv. 1. þm. Reykv., að hv. þm. Str. fór að tala í eldhúsdagstón. Hv. 1. þm. Reykv. sagði bæði í dag og í gær, að allir væru sammála um, að þessi l. hafi í fyrstu verið sett til framdráttar landbúnaðinum, og taldi hann nú fénu vel varið í því skyni. Það er eðlilegt, að hann reyni a fljóta á þessu, en um þetta er raunar ekki að ræða, heldur hitt, hverjir skuli ráða yfir fé því, er lagt er í búnaðarmálasjóð. Rétturinn til þess fjár er með þeim breyt., sem gerðar voru á frv., tekinn af bændum. Ég efast ekki um, að árgjöldum verkamanna gæti verið vel varið, þó að Alþ. setti l. um, að félög verkamanna mættu ekki styrkja Alþýðusambandið sem heild, en gjöldunum væri varið til framkvæmda á hverjum einstökum stað. Það mætti segja, að fénu væri vel varið þannig. En við getum hugsað okkur, hvað yrði, ef Alþ. setti l. um árgjöld verkamanna. Það yrði allsherjar verkfall. Þetta veit hv. 1. þm. Reykv.

Þá taldi þessi hv. þm., að það væru veigalítil rök, að benda á, eins og hv. 1. þm. N-M. hafði gert, samþykktir, sem gerðar voru í búnaðarsamböndunum. Taldi hann þessar samþykktir ekki sýna vilja bænda, enda væru þær pantaðar og bæri fremur að taka mark á úrslitum alþingiskosninganna, og í því sambandi gat hann þess, að Framsfl. væri laginn á að nota ýmis mál sér til pólitísks framdráttar. Ég held, að hv. þm. hljóti áð sjá, að ef Framsfl. getur pantað samþykktir úr öllum héruðum nema tveimur, þá hlýtur flokkurinn að vera þar alls staðar í meiri hl. — Annars hélt ég, að ráðh. úr síðustu stjórn ætti ekki að tala mikið um pantaðar samþykktir. Menn minnast þeirra tíma, að ekki mátti koma saman verkalýðsfélag eða útgerðarmenn án þess að ríkisstj. væri sungið lof og dýrð. Þær yfirlýsingar báru öllu meiri keim pantana en samþykktir bænda. En ef taka á þessa röksemd gilda, að ekkert sé að marka samþykktir bænda, þá má strika yfir gildi allra fulltrúafunda. Þá er þýðingarlaust að kjósa menn á fundi til að gera samþykktir í umboði almennings. Svona röksemdir eins og hv. l. þm. Reykv. í þessu efni, að telja samþykktir gildislausar, ef þær ganga á móti honum, eru miklu líkari hv. þm. S-Þ. (J.J) en hv. 1. þm. Reykv.

Svo eru það síðustu alþingiskosningar, sem áttu að sýna vilja bænda og sýna, að þeir væru sammála hv. 1. þm. Reykv. En hvað sýna nú kosningarnar um vilja bænda? Ég er hræddur um, að það sé allt annað en hv. 1. þm. Reykv. vill vera láta. Það er alkunnugt, að fá kjördæmi eru alger sveitakjördæmi. Þar eru og kauptún og þorp. Fylgi Framsfl. í sveitunum er því tiltölulega meira en hlutfallstölur sýna í sveitakjördæmunum, sem svo eru kölluð. Við skulum taka dæmi úr mínu eigin kjördæmi. Framsfl. fékk þar 500 atkv. meira en Sjálfstfl: En það er mér óhætt að fullyrða, að Sjálfstfl. fékk ekki yfir 20% af fylgi sínu þar í sveitunum. Sjálfstfl. vann Vestur-Skaftafellssýslu, en hvað sýna kosningarnar. þar, um þetta efni? Hvaða bóndi greiddi þar atkv. frambjóðanda, sem var :á sömu skoðun og hv. 1. þm. Reykv. í þessu máli? Hvernig var það í Borgarfjarðarsýslu, Dalasýslu og Skagafjarðarsýslu, fyrir svo utan þau kjördæmi, sem Framsfl. sigraði í? Svona rök duga því ekki. Vilji bænda hefur aldrei komið skýrar fram en um þessi tvö mál, sem hv. 1. þm. Reykv. taldi svo vinsæl, l. um búnaðarráð og búnaðarmálasjóð. Sannleikurinn er sá, að svo að segja öll bændastéttin var á móti stefnu hv. 1. þm. Reykv. í þessum málum.

Út af því, sem hv. 1. þm. Reykv. vildi leiðrétta orð mín um tilgang þessarar lagasetningar, þá hefur hv. 1. þm. N-M. leiðrétt það. Þetta nýja stéttarsamband var ekki til þegar l. voru sett, það er rétt. En Búnaðarfélag Íslands var stéttarfélagsskapur bænda, og það átti að fá féð og rýmka þannig starfssvið sitt, þar eð það var áður hreint fagfélag. Síðar þótti svo réttara að stofna nýtt samband, er berðist fyrir hagsmunamálum stéttarinnar. Það var því allt rétt, er ég sagði. Þetta gjald, sem lagt er á framleiðslu bænda, er til þess, að þeir fái varið því til sinna félagsmála. Þetta gjald er lagt á þá eina og enga aðra borgara, og er því siðferðiskrafa bænda að fá að ráða einir yfir þessu fé, og ekki réttara, að það lúti valdi Alþ. frekar en fé verkalýðsfélaganna. Vonandi er, að það misrétti, sem bændur nú búa við, verði nú leiðrétt, og sú miðlun, sem í frv. felst, verði samþ. Væri þá sómi þeirra manna, sem á móti hafa verið, að þiggja nú sættir, sem boðnar eru, og samþykkja þetta frv.