28.02.1947
Sameinað þing: 33. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 54 í D-deild Alþingistíðinda. (4660)

181. mál, sumartími

Sigurður Guðnason:

Herra forseti. — Ég vil þakka hv. allshn. fyrir hennar góðu undirtektir við till. og get fallizt á þessa breyt., er hún leggur til, að gerð verði. Þó vildi ég benda hv. n. á það atriði, að ég teldi heppilegra að binda þann tíma, er klukkunni yrði flýtt, við fyrsta sunnudag í aprílmánuði en við 1. dag mánaðarins, þar eð það gæti valdið óþægindum eða ruglingi að flýta henni í miðri viku.