28.02.1947
Sameinað þing: 33. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 56 í D-deild Alþingistíðinda. (4667)

181. mál, sumartími

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. — Í tilefni þessarar síðustu till. vildi ég mega beiðast upplýsinga hv. þm. um það, hvaða ástæða sé yfirleitt til þess að breyta klukkunni á sumrin, úr því að það eru vormánuðirnir og haustmánuðirnir, sem helzt hafa áhrif varðandi birtuna. Nú stendur þetta þannig, að verði till. samþ. eins og hún nú liggur fyrir, verður að skoða hana sem fyrirmæli um að halda núverandi reglum óbreyttum varðandi hausttímann. Verði till. hv. 1. þm. N-M. (PZ) hins vegar samþ., er það látið vera á valdi ríkisstj., hvort þetta mál allt skuli tekið til athugunar, en ég get ekki skilið, hvaða vinning menn sjá sér í að flýta klukkunni aðeins þennan tíma ársins og láta hausttímann þá standa óbreyttan.