06.02.1947
Sameinað þing: 26. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 267 í D-deild Alþingistíðinda. (5080)

286. mál, síldarbræðsluskip

Flm. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. — Ég get orðið mjög stuttorður um þessa till. mína. Hún er í aðalatriðum eins og till. sú, er hv. 11. landsk. flutti hér á undan mér. Auk þess, sem getur í henni, er í minni till. drepið á, hvort ekki mundi hentugt að eiga flugvélamóðurskip, sem aðstoðaði síldveiðiflotann við að fínna síldina, þ.e.a.s. út frá flugvélamóðurskipinu væru sendar flugvélar, sem leituðu uppi síldartorfurnar og vísuðu skipunum á, hvar síld væri að finna. Slík skip sem þessi hafa gefizt prýðilega í Ameríku og víðar, og þess vegna bar ég fram þessa till. Annars get ég alveg tekið undir till. hv. 11. landsk. og læt því þessi fáu orð nægja um mína till.