10.02.1947
Sameinað þing: 27. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 282 í D-deild Alþingistíðinda. (5116)

329. mál, menntaskólinn í Reykjavík (till.GÞG og JJ)

Jónas Jónsson:

Herra forseti. — Af því að hv. 6. þm. Reykv. var ekki viðstaddur, er ég bar fram fyrirspurn mína, en hann er formaður þeirrar n., sem falaðist eftir verzlun í Laugarnesi, og nú heldur hv. þm. Barð., að hinar 300–400 þús. kr. séu ekki af þeim 504 þús. kr., sem veittar voru á fjárlögum til menntaskólans, þá vil ég spyrja hv. 6. þm. Reykv., hvernig stendur á þessu, hvar er lagaheimildin og hvað hefur n. ákveðið. Þá vil ég minnast á mat ráðh. á lóðunum bak við menntaskólann, en ekkert mat hefur farið fram á þeim lóðum, enda var þessi ráðh. að freista að kaupa lóðir annars staðar. Mig langar að heyra, hvernig hagur þessara mála stendur.