21.05.1947
Efri deild: 139. fundur, 66. löggjafarþing.
Sjá dálk 915 í B-deild Alþingistíðinda. (819)

195. mál, fjárhagsráð, innflutningsverzlun og verðlagseftirlit

Forsrh. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Herra forseti. Ég vildi aðeins víkja nokkrum orðum að ræðu hv. þm. Barð. Eins og sjá má af nál., þá leggur meiri hl. fjhn. til, að tekin séu upp í l. þessi nákvæmlega sömu ákvæði og áður giltu um gjaldeyrisskipti milli Landsbankans og Útvegsbankans.

Hvað snertir b-liðinn í brtt., þá hygg ég, að það sé í anda hv. þm. Barð., að svo er ráð fyrir gert, að þótt menn skipti við Útvegsbankann, þá geti þeir samt fengið gjaldeyri í Landsbankanum, þegar sérstaklega stendur á, en gjaldi ekki þess, að þeir skipta við Útvegsbankann. Ég hygg, að b-liðurinn tryggi þetta einmitt og að ríkisvaldið með honum tryggi mönnum gjaldeyri til þess að geta keypt nauðsynjavörur á erlendum markaði.