17.02.1948
Neðri deild: 58. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1067 í B-deild Alþingistíðinda. (1549)

145. mál, hvalveiðar

Frsm. (Pétur Ottesen):

Sjútvn. hefur athugað þetta mál og hefur orðið sammála um að mæla með framgangi þess. Tvisvar áður hafa verið veittar sams konar undanþágur til handa hvalveiðifélögum, og þykir rétt að veita þær einnig þessu félagi, sem stofnað var í janúar 1947 og komið hefur upp myndarlegri hvalveiðistöð uppi í Hvalfirði, sem mjög hefur verið vandað til. — Það varð einnig að samkomulagi að stytta sérleyfistímann úr 5 niður í 3 ár, og leggur því n. til, að frv. verði samþ. með þeim breyt., sem greinir á þskj. 342.