18.03.1948
Efri deild: 81. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1105 í B-deild Alþingistíðinda. (1677)

84. mál, sóknargjöld

Ásmundur Sigurðsson:

Hv. frsm. vill halda því fram, að þessi gjöld séu sambærileg við frjáls gjöld. En menn ráða því ekki, hvað gjöldin eru há, og þeir geta ekki losnað við þau með því að ganga úr þjóðkirkjunni. Þetta er því nefskattur, sem allir verða að greiða, hvort sem þeir eru með honum eða móti eða hlutlausir. Það er sagt, að hægt sé að greiða þetta til háskólans, en ríkið verður að halda uppi háskólanum, og því kemur þetta þannig út, að menn verða að greiða þetta vegna kirkjunnar. Þetta eru ekkert annað en þvingunarlög.