17.12.1947
Sameinað þing: 31. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1233 í B-deild Alþingistíðinda. (2046)

Orlofsfé þingmanna

Gylfi Þ. Gíslason:

Herra forseti. Hv. 2. þm. Reykv. hélt hér launakröfuræðu. Hann er ekki síður skeleggur í kröfum sinum fyrir sjálfan síg heldur en aðra. Ég vildi aðeins taka það fram, ef hv. 2. þm. Reykv. hefur ekki heyrt það, að fyrirspurn mín um þetta mál er ekki fram komin vegna mín eða neins ákveðins þm. annars. Ég fyrir mitt leyti mun ekki taka við orlofsfé fyrir þingstörf mín, þótt mér væri fengið það. Tilgangur minn var einungis sá, að fá nokkra skýringu á því, hverju það sætti, að tveim þm. hefði verið greitt orlofsfé á kaup sitt, en öðrum ekki.