03.02.1948
Neðri deild: 50. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 47 í C-deild Alþingistíðinda. (2118)

20. mál, fjárhagsráð, innflutningsverslun og verðlagseftirlit

Sigfús Sigurhjartason:

Herra forseti. Á öndverðu þingi flutti ég frv. til l. um breyt. á l. nr. 70 5. júní 1947, um fjárhagsráð, innflutningsverzlun og verðlagseftirlit. Þessu frv. var vísað til hv. fjhn. d. 30. okt., og þar dvaldist því alllengi. En 2. des. gerði ég fyrirspurn um, hvað málinu liði, og fékk þá mjög greið svör hjá n. og loforð um, að hún tæki málið til afgreiðslu, sem hún og gerði, því að 10. des. hefur minni hl. n. skilað nál., en meiri hl. hefur enn ekki skilað áliti. Nú vil ég leyfa mér að spyrjast fyrir um, hverju þessi dráttur sæti, og fari svo, að álit meiri hl. komi ekki næstu daga, þá verð ég að bera fram þá ósk við hæstv. forseta, að hann taki málið á dagskrá, þó að álit meiri hl. komi ekki, svo að málið geti fengið þinglega meðferð.