17.02.1948
Efri deild: 63. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 92 í C-deild Alþingistíðinda. (2226)

157. mál, beitumál

Frsm. (Gísli Jónsson) :

Herra forseti. Sjútvmrh. hefur sent þessari d. frv. til l. um breyt. á l. um beitumál og óskað þess, að n. flytti frv. Efni frv. er það að koma á verðjöfnuði á beitu um allt land. Eins og nú er ástatt, þá er gert mikið að því að afla beitu til frystingar á Norðurlandi yfir aðalsíldveiðitímann, og er talið að sá flokkur beitunnar sé dýrastur. Einnig er síðari hluta sumars aflað töluvert af síld í reknet hér í Faxaflóa, og er talið, að sá flokkur beitunnar sé ódýrari en sá fyrri, í þriðja lagi er fryst mikið af síld, sem veidd hefur verið í Hvalfirði undanfarið ár og er enn að veiðast. Nú er það vitað, að ef ekki verður gerð verðjöfnun á þessari beitu, þá verður Hvalfjarðarbeitan ódýrari og gengur þá fyrst út. Hins vegar er ekki hægt að láta allar verstöðvar hafa not af þeirri beitu nema flytja hana til, sem mundi valda miklum kostnaði. Því þarf að heimila verðjöfnun á milli þessara þriggja flokka.

Sjútvn. hefur ekki enn tekið afstöðu til málsins og óskar eftir því, að þótt málinu verði ekki vísað til n., þá taki forseti ekki málið aftur á dagskrá nema í samráði við form. n. N. lofar því. að málið verði afgr. fljótt í n. Hver nm. tekur sér rétt til þess að koma með brtt. eða fylgja brtt., sem fram kunna að koma.