07.10.1947
Neðri deild: 4. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 107 í C-deild Alþingistíðinda. (2250)

50. mál, fjárlög 1948

Einar Olgeirsson:

Það er mjög gott fyrir þm. að heyra, að fjárlfrv. komi yfirleitt fram. Hins vegar hefur það verið siður, að fjárlfrv. hefur verið frv. nr. 1. ég hygg öll þing, sem ég hef setið á, nema á einu eða tveimur. Það er því ekki rétt, að það hafi oft liðið á löngu. Það hefur komið fyrir og þá þurfti sérstakra afsakana með ef það hefur dregizt, þannig að ég held, að það verði ekki varið, að fjárlfrv. skuli ekki enn vera komið fram og að ekki skuli hafa heyrzt um ákveðinn dag, hvenær þm. megi vænta þess.