17.11.1947
Neðri deild: 19. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 281 í C-deild Alþingistíðinda. (2417)

78. mál, almannatryggingar

Flm. (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. Ég vil fara nokkrum orðum um þær helztu breyt., sem flm. þessa frv. leggja til, að gerðar verði á l. um almannatryggingar.

Fyrsta gr. frv. er um það, að breytt sé ákvæðum 1. um kosningu tryggingan. í tryggingaumdæmum. Nú er þessu svo hagað. að þessar n. eru kosnar á sameiginlegum fundi hreppsnefnda. Það hefur komið í ljós, að þessu fylgir mikil fyrirhöfn og kostnaður og er auðvelt að koma þessu fyrir á ódýrari og einfaldari hátt með því að láta bæjarstjórnir og sýslunefndir kjósa þessar n.

Næst er lagt til, í 2. gr. frv., að 34. gr. l., sem er um fæðingarstyrki, verði breytt. Nú eru þessir styrkir misháir eftir því, hvort konur stunda atvinnu utan heimila sinna eða á þeim. Flm. þessa frv. finnst þetta óeðlilegt og leggja því til, að styrkurinn verði jafnhár til allra, eða 300 kr. auk verðlagsuppbótar, en nú er það svo, að konur sem vinna utan heimilis, fá 500 kr., en þær, sem ekki vinna utan heimilis. 200 kr.

Þá er lagt til að breyt. verði gerðar á ákvæðunum um sjúkrabætur. Samkvæmt 3. gr. frv. leggjum við flm. til, að sjúkrabætur greiðist eftir sömu reglum, hvort sem um er að ræða menn í annarra þjónustu eða sjálfstæða atvinnurekendur og hvort sem menn búa í kaupstað, þar sem læknar starfa, eða ekki. Nú er munur á þessu eftir atvinnu og því, hvort menn búa nærri lækni eða í meiri fjarlægð frá læknisbústað.

Þá eru næst, í 5.–10. gr. frv., ákvæði um breyt. á fyrirmælum l. um slysatryggingar. Nú hafa bara þeir, sem eru í annarra þjónustu, eða svonefndir launþegar, rétt til slysabóta. Þetta er mjög óeðlilegt, og er því lagt til, að allir, sem slasast við vinnu, eigi rétt til slysabóta, hvort sem þeir eru í annarra þjónustu eða ekki.

Næst er lagt til, í 12. gr., að breyt. verði gerð á 105. gr. l., en hún er um skyldur til að borga iðgjöld til almannatrygginganna og kveður svo á, að allir íslenzkir ríkisborgarar. 16–67 ára, skuli greiða iðgjöld til almannatrygginganna. Við leggjum til, að gjaldskyldan verði miðuð við þá, sem eru 18–65 ára.

Næst er í 13. gr., lagt til, að auk iðgjaldsins samkvæmt 107. gr. l. skuli allir skattskyldir aðilar, félög og einstaklingar greiða 2% af skattskyldum tekjum umfram 5000 kr. í tryggingasjóð. Þetta leggjum við til vegna þess, að síðar í frv., eða í 15. gr., er lagt til, að niður falli 112. gr. l., en við það missir tryggingasjóður töluverðar tekjur. Þetta viljum við flm. bæta upp að verulegu leyti með þessu gjaldi á skattskyldar tekjur. En þar sem lagt er til í frv., að þessi 2% leggist aðeins á skattskyldar tekjur umfram 5000 kr., er tryggt, að þetta kemur ekki niður á lágtekjumönnum vegna þeirra ákvæða, sem nú eru í gildi um umreikning á tekjum miðað við vísitölu.

Næst er, í 14. gr. frv., lagt til, að nokkur breyt. verði gerð á 109. gr. l., sem er um skyldu sveitarsjóða til að greiða iðgjöld fyrir einstaklinga innan sveitar. Við leggjum til, að þetta ákvæði verði þannig, að þeir sem telja sig þurfa að fá aðstoð sveitarfélagsins til þess að greiða gjöldin, vegna þess að þeir séu ekki færir um það af eigin rammleik, sæki til sveitarfélagsins um það, að sveitarsjóður greiði fyrir þá að einhverju leyti iðgjöldin, og þá úrskurði sveitarstjórnin það með tilliti til ástæðna hlutaðeigenda úrskurði um þetta má áfrýja til yfirskattanefndar og er úrskurður hennar fullnaðarúrskurður. Eftir sem áður er því haldið, að iðgjöld, sem greidd eru úr sveitarsjóði, skuli ekki teljast framfærslustyrkur.

15. gr. frv. er um það, að 112. gr. l. falli burt, en þessi gr. er um iðgjöld atvinnurekenda. Samkvæmt þeirri gr. á hver, sem hefur menn í þjónustu sinni, að greiða iðgjöld í tryggingarnar, sem nemur kr. 1,50 fyrir hverja vinnuviku, sem verið er í þjónustu hans, en á það leggst svo vísitöluuppbót. Við teljum þetta gjald mjög ranglátt. Það ætti auðvitað að miðast við, hvernig afkoma atvinnurekendanna er, sem eiga að greiða það. Gjaldið skv. 112. gr. leggst alveg jafnt á þann atvinnurekanda, sem tapar, eins og hina sem hafa mikinn ágóða af sínum atvinnurekstri. Er þessari gjaldheimtu því hagað mjög á annan veg en tíðkazt hefur um skatt til hins opinbera, sem kallaður hefur verið af mönnum eftir efnum og ástæðum. Við leggjum til, að þetta falli niður, en í staðinn komi þetta 2% gjald á skattskyldar tekjur umfram 5000 kr.

Þá er brtt. við 113. gr. l., sem er um áhættuþóknun. Að vísu má segja alveg það sama um þessa gr. og þá næstu á undan, að það er langt frá því, að fyrirmæli hennar hafi verið sanngjörn, og teljum við því æskilegast að fá ákvæði hennar felld úr l. Við höfum hins vegar ekki talið okkur fært að leggja til, að bæði þessi gjöld séu felld niður, bæði skv. 112. og 113. gr. l.l þar sem það mundi skerða mjög tekjur tryggingasjóðs og þyrfti þá að finna aðrar tekjur handa sjóðnum eða minnka gjöld hans. En við leggjum þó til, að gerðar verði nokkrar breyt. á 113. gr., aðallega þannig, að við útreikning á vinnuvikum skuli ekki telja vinnu atvinnurekandans og maka hans. Aðrar breyt. á gr. skv. 16. gr. þessa frv. sé ég ekki ástæðu til að gera að umtalsefni, því að þar er aðeins um að ræða lagfæringar til samræmis við þessi ákvæði, sem ég hef nú þegar talað um.

Það er tilgangur okkar, sem flytjum þetta frv., að gera tilraun til þess að fá sniðna hina verstu vankanta af l. um almannatryggingar, þar sem þær tilraunir, sem áður hafa verið gerðar til þess, hafa mistekizt. Ég bar fram frv. á síðasta þingi um breyt. á þessum l., sem var mjög í sömu átt og þetta frv., þó að þær till., sem ég bar fram, væru að nokkru leyti frábrugðnar þeim, sem felast í þessu frv. Því frv. var vísað frá seint á þingi, og er því málið tekið upp á ný. Vil ég vænta þess, að það fái betri afgreiðslu nú en á síðasta þingi, og legg til, að því verði að umr. lokinni vísað til heilbr.- og félmn.