18.02.1948
Sameinað þing: 45. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 31 í D-deild Alþingistíðinda. (3066)

117. mál, hreinsun Hvalfjarðar

Frsm. (Pétur Ottesen) :

Það er misskilningur hjá hv. þm. Siglf., að það sé eðlismunur í sókn málsins af hálfu Íslendinga eftir því, hvort ríkisstj. hefur greitt bæturnar fyrirfram eða farið er að eins og gert er ráð fyrir í till. fjvn. Strax og búið væri að samþykkja þá till., mundi ríkisstj. hafa þann hátt á að tilkynna þeim mönnum, er tjón hafa beðið, að þeir yrðu að færa sönnur á, að kröfur þeirra væru réttmætar. Þannig lægju fyrir sönnunargögn gagnvart erlendum aðilum, hvort sem ríkið hefði áður greitt bætur eða ekki. — Það er því enginn skilsmunur á þessu tvennu, og skal ég ekki lengja frekar umræður um þetta.