16.03.1948
Efri deild: 79. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 377 í B-deild Alþingistíðinda. (530)

148. mál, meðferð einkamála í héraði

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Út af spurningu hv. þm. Str., þá er því til að svara, að þessari spurningu hans hefur bæði verið svarað hér í Ed. og í Nd. Fullnaðarmatið heyrir vitanlega undir dómstólana. a1ð vísu getur dómsmrh. víkið manni úr embætti, en ef héraðsdómari telur frávikningarástæðuna ekki vera byggða á fullkomnum rétti, getur hann leitað réttar síns til dómstólanna. Þetta felst í frv. og er augljóst.