18.03.1948
Efri deild: 81. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 395 í B-deild Alþingistíðinda. (602)

127. mál, dýrtíðarráðstafanir

Frsm. (Guðmundur Í. Guðmundsson):

Það er rétt, að hv. 4. landsk. hreyfði þessu í n., en enginn vildi taka undir það. Eins og hann hefur skýrt frá, gekk brtt. hans út á það, að meðalhúsaleigan í Rvík skyldi lögð til grundvallar við útreikning verðlagsvísitölunnar samkv. l. frá 1940. Áður hefur húsaleigan í gömlum húsum verið lögð til grundvallar. Ef farið yrði inn á þá leið, sem hann vill, mundi það valda ruglingi og glundroða. Ef þessi grundvöllur yrði tekinn upp nú, mundi sú vísitala, sem út úr því kæmi. ekki vera sambærileg við þá vísitölu, sem reiknuð er út frá núverandi grundvelli, því að nú er allt bundið við vísitöluna 300. — Það hefði verið annað mál, ef hv. 4. landsk. hefði borið þetta mál fram áður en vísitalan var fastsett með l., þá hefðu kaupgreiðslur hækkað, En það er einkennilegt, að hann skuli hafa svona mikinn áhuga á þessu máli nú. Hann hefði átt að leiðrétta þetta, þegar hann var í stj.

Eins og ég hef áður sagt, vill n. ekki fallast á þetta, þar sem hún álítur, að það hafi aðeins glundroða í för með sér.