16.03.1948
Efri deild: 79. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 453 í B-deild Alþingistíðinda. (691)

61. mál, sementsverksmiðja

Forseti (BSt):

Meðal annars hefur það komið fram, hvort ég vildi ekki taka málið af dagskrá nú, til frekari athugunar í n. Hefði þetta verið fyrr á þingi, hefði ég strax orðið við þessari ósk. En þar sem nú er áliðið þings og frsm. n. og hæstv. atvmrh. mæla frekar á móti því, að málið sé tekið af dagskrá, get ég ekki orðið við þeirri ósk.

Ég vil benda hv. þm. Barð. á það, að til þess eru þrjár umr. um mál, að athuganir geti farið fram á milli umr., og tek ég undir það með hæstv. ráðh., að n. geti athugað málið milli 2. og 3. umr. og þá komið fram með brtt. sínar við 3. umr.