16.05.1949
Efri deild: 110. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 705 í B-deild Alþingistíðinda. (1078)

195. mál, Marshallaðstoðin

Frsm. meiri hl. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. N. hefur athugað þetta mál, og leggur meiri hl. til, að það verði samþ. Frv. er í samræmi við samninga þá, er Ísland gerði við Bandaríkin 3. júlí 1948, og þá samninga, er gerðir hafa verið viðvíkjandi efnahagslegri endurreisn Evrópu. Í 2. gr. er tekið fram, að sá gjaldeyrir, er inn kemur, verði aðeins notaður til kaupa á efnavörum, vélum og tækjum til framkvæmda, er taldar eru upp í áætlun þeirri, sem lögð var fram í sambandi við efnahagssamvinnuna. Þá má samkvæmt 3. gr. ekki nota jafnvirði framlags án endurgjalds í íslenzkum gjaldeyri, að frádregnum 5%, nema með samþykki Alþ. Þar sem þetta er bein afleiðing af samningum, er þegar hafa verið gerðir og Alþ. hefur samþ., leggur n. til, að frv. verði samþ.