16.05.1949
Efri deild: 111. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 825 í B-deild Alþingistíðinda. (1281)

180. mál, fiskiðjuver í Reykjavík

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég vil bara taka það fram, að málið er mjög umdeilt, ekki um það fé, sem búið er að eyða, heldur hvort heimild hafi verið til að eyða því. Það hefur hvað eftir annað verið bent á, að þeir aðilar, sem á sínum tíma tóku milljónir úr sjóðnum til þess að byggja fiskiðjuverið fyrir, hafi ekki haft heimild til þess. Mér er þess vegna ekki fært að afgreiða málið og vildi þá helzt óska eftir því, að till. um að vísa því til n. yrði tekin aftur, svo að hv. d. geti sagt til um það, hvernig hún vill afgreiða málið.