14.12.1948
Efri deild: 32. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1375 í B-deild Alþingistíðinda. (1711)

80. mál, aðstoð til síldarútvegsmanna

Gísli Jónsson:

Ég tel, að 4. gr. frv. torveldi það, að bátaflotinn geti tekið til starfa, en tilgangur frv. er fyrst og fremst sá, að tryggja það, að bátaflotinn geti þegar farið til veiða. Í trausti þess, að ríkisstj. leysi þann vanda, sem 4. gr. frv. hlýtur að skapa, svo að bátaflotinn stöðvist þá eigi af þeim ástæðum, segi ég já. Frv. endursent Nd.