04.03.1949
Efri deild: 70. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1524 í B-deild Alþingistíðinda. (2099)

40. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég lít þannig á, að með samþykkt þessa frv. sé ríkisstj. að lýsa yfir þrennu: Í fyrsta lagi, að ríkissjóður hafi ráð á því að fleygja frá sér nokkrum þúsundum króna; í öðru lagi, að ríkið hafi efni á því að láta endurgreiða nokkur hundruð þúsund króna af tekjuskatti, sem greiddur var á s.l. ári, og í þriðja lagi, að ríkið hafi ráð á því að láta skattanefndir vinna lengur, en annars til að reikna út skattaeftirgjöf á s.l. ári. Þetta ber vott um það, að ríkissjóður hafi nóg fjárráð, og mun ég haga minni atkvgr. hér eftir á þinginu í samræmi við það. Ég segi nei.