03.03.1949
Efri deild: 69. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1541 í B-deild Alþingistíðinda. (2196)

126. mál, lax- og silungsveiði

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Mér sýnist, að mál þetta, sem er lítil lagfæring á veiðitímanum, taki á sig annan svip, ef það verður í raun og veru hálfgert skattamál. Ég læt það afskiptalaust, hvort umr. verður frestað. Ef hv. þm. Barð. óskar þess, er ég ekki á móti því, en þar sem frv. er komið til Ed. og umr. nærri búnar, er það dálítið spursmál. Landbn. er líka óviðbúin að ræða það, hvernig tekna skuli aflað, hvort gjöld skuli lögð á landeigendur, veiðimenn eða tekið sérstakt gjald af hverjum veiddum laxi. En ég læt skeika að sköpuðu og læt hæstv. forseta og hv. þm. Barð. ráða því, hvaða hátt þeir vilja hafa um þetta.