28.04.1949
Efri deild: 90. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1572 í B-deild Alþingistíðinda. (2302)

148. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Björn Ólafsson:

Herra forseti. Þó að þessir tveir dagskrárliðir séu breyt. á skattal., hefur annað málið farið til fjhn. Það frv. er á þskj. 588. En frv. á þskj. 541 fór í sjútvn. Þetta eru, eins og hv. þm. Barð. tók fram, allóskyld mál, og sé ég enga ástæðu til að steypa þeim saman, nema skjóta þeim til n. aftur og láta sjóða upp nýja álitsgerð, enda sé ég engan sparnað í því, þótt frv. væru tekin saman. Ég geri ráð fyrir, að bæði frv. njóti fylgis í d.