28.04.1949
Neðri deild: 94. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1619 í B-deild Alþingistíðinda. (2376)

60. mál, útflutningur og innflutningur á íslenzkum og erlendum gjaldeyri

Frsm. minni hl. (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. Ég man nú að vísu ekki, hvernig orð hafa áður fallið um þetta frá hv. 7. þm. Reykv., en ég held, að ég muni það rétt, að hv. frsm. meiri hl., hv. 3. þm. Reykv., hafi lagt höfuðáherzlu á þetta atriði í upphafi 2. gr., sem og aðrir aðstandendur frv. Nú segir hv. 7. þm. Reykv., að þetta sé lítilsvert, og þykir mér verst, að hv. flm. skuli ekki vera við til að útkljá þetta, en þó hygg ég ljóst, að þeir hafi litið þannig á, að ástæða væri til að setja það í l., að ekki mætti banna mönnum brattför úr landi.