04.05.1949
Neðri deild: 98. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1634 í B-deild Alþingistíðinda. (2428)

204. mál, einkasala á tóbaki

Sigurður Kristjánsson:

Herra forseti. Ég var aðeins að gera grein fyrir og samanburð á afstöðu minni og afstöðu hv. 2. þm. Reykv. (EOl). Ég er alltaf mótfallinn því, að jöfnuður sé fenginn á fjárl. með nýjum álögum, og lagði beinlínis til, að jöfnuðurinn yrði fenginn með lækkuðum greiðslum. Hv. 2. þm. Reykv. og flokkur hans eru alveg á gagnstæðri skoðun og greiddu atkv. á móti þessum till. og felldu þær, og þar af leiðandi segi ég: Þeirra ástæður til þess að vera á móti tekjuöflunum hljóta að vera allt aðrar en mínar. (SigfS: Hvað voru það margir af flokksbræðrum hv. 5. þm.. Reykv., sem greiddu atkv. á móti sparnaðartill. hans?) Ég geri ráð fyrir, að þeir af þeim, sem voru á móti þeim till., verði með þessum till., sem koma fram í þessu frv. En þeir menn; sem voru á móti þeim till. og á móti þessum till. líka, sem hér eru á ferð, hygg ég, að séu í mjög miklum vanda. Það er eftir af þeim að gera grein fyrir, hvernig þeir hugsa sér að ná jöfnuði á fjárl.