11.05.1949
Neðri deild: 106. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1744 í B-deild Alþingistíðinda. (2689)

207. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Forseti (BG):

Eftir mínu áliti er fullkomlega heimilt að bera frvgr. upp í fleiri en einu lagi, ef svo vill verkast, ef kröfur liggja fyrir um það og það getur staðizt efnislega. (PO: Ég fer eftir minni skoðun bara.) Já, ég fer einnig eftir minni skoðun.

1. gr., b.–e. samþ. með 24:5 atkv.

Brtt. 705 felld með 22:6 atkv.

Brtt. 669 felld með 18:11 atkv.

2. gr. samþ. með 18:1 atkv.

3. gr. samþ. með 19:1 atkv.

Brtt. 697 (ný gr., verður 4. gr.) samþ. með 19:6 atkv.

4.–6. gr. (verða 5.–7. gr.) samþ. með 19:2 atkv.

Ákvæði til bráðabirgða samþ. með 18 shlj. atkv.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frv. vísað til 3. umr. með 21:6 atkv.