10.11.1948
Sameinað þing: 15. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 2091 í B-deild Alþingistíðinda. (2962)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Skúli Guðmundsson:

Mér finnst svar forseta dálítið einkennilegt og benda til, að hér hafi ekki verið um gáleysi að ræða eða mistök, eins og ég í fyrstu hugði, að vera mundi. Svo mikið er víst, að í þeirri n. í Nd., þar sem ég á sæti, er venja að taka málin til meðferðar í réttri röð, eftir því sem þau berast, og mér finnst þessi regla sjálfsögð, en ekki að haga undirbúningi dagskrárinnar eftir því t. d., hvort einstök mál eru sérstökum forseta geðþekk eða ekki. Ég vil því endurtaka áskorun mína til forseta um það, að hann beri undir þingfund, hvort þessar till. skuli teknar fyrir, þ. e. hvernig ræða skuli.