28.04.1949
Neðri deild: 94. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 2159 í B-deild Alþingistíðinda. (3180)

Málshöfðunarleyfi gegn þingmanni

Ólafur Thors:

Ég brá mér yfir í Ed. til form. þeirrar n., sem hv. þm. starfaði í, og spurði hann, hvort það væri ekki rétt eftir honum haft, sem hann hafði áður sagt á flokksfundi, að prófessorinn hafi viljað fá a. m. k. 5.000 kr. fyrir nefndarstörfin. Játaði þm. Barð., að þetta væri rétt eftir haft, en hins vegar hefði prófessorinn fallið frá því, þegar þm. V-Húnv. og þm. Barð. vildu ekki taka neina borgun fyrir sína vinnu, og ég trúi miklu betur þm. Barð. heldur en hinum báðum til samans. Að öðru leyti er ekkert í þessu seinasta hjali prófessorsins, sem hann er ekki áður búinn að segja. En ef menn vilja segja sjálfan kjarna málsins, þá er hann sá, eins og hæstv. forsrh. og hv. þm. Ísaf. tóku fram, að menn, sem sjálfir hefðu haslað sér völl í íslenzku stjórnmálalífi og ráðizt með fúkyrðum og brigzlum að þjóðþekktum mönnum, sem eru að sínu eðlilega starfi í þjóðmálum, teldu sér nú misboðið, þegar athæfi þeirra er gert að umræðuefni á Alþ. Hvaða móðursýki er þetta? Hvernig getur maður, sem hefur forustu í slíkum málflutningi, búizt við öðru, en að Íslendingar með sínu skapferli hlæi að honum? Hvernig getur maður með þessu skapferli búizt við öðru en að nafngiftin, sem hann ávann sér, endist honum lengur en líftóran?