26.11.1948
Efri deild: 21. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 2166 í B-deild Alþingistíðinda. (3213)

Varamaður tekur þingsæti

forseti (BSt):

Mér hefur borizt bréf frá hv. 1. þm. Reykv., dags. 25. nóv., svo hljóðandi:

„Herra forseti. Ég leyfi mér að tilkynna yður, að ég mun fara utan á vegum ríkisstj. næstu daga og vera fjarverandi 2–3 vikur. Óska ég þess, að varamaður taki sæti mitt á Alþingi meðan ég er fjarverandi.

Virðingarfyllst

Björn Ólafsson.“

1. varamaður hv. þm. er frú Auður Auðuns.

Hefur kjörbréf hennar áður verið tekið gilt, og þess eru fordæmi, að varamaður hafi um stundarsakir setzt í þessa hv. d., er svona stendur á. Því tel ég ekkert við þessu að segja og álít, að frú Auður hafi rétt á að taka hér sæti, þegar henni þóknast. Hef ég af þessum sökum enga ástæðu til að láta bréf þetta ganga venjulega leið til hæstv. forseta Sþ.

(Varaþm. tók ekki sæti á þingi í fjarveru 1. þm. Reykv. þessu sinni).