10.03.1949
Neðri deild: 78. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 41 í C-deild Alþingistíðinda. (3308)

88. mál, húsaleiga

Forseti (BG) :

Að sjálfsögðu hefur forseti tekið málið á dagskrá til þess, að það fái þinglega meðferð, og upphaflega var það tekið á dagskrá til þess að benda meiri hl. á að skila nál. Meiri hl. hefur enn ekki gert þetta, en orsökin til þess, að málið er tekið út nú, er ekki sú heldur að hæstv. forsrh. hefur óskað að taka þátt í umr. um málið, en hann hafði ráðstafað tíma sínum í dag, sem er fyrsti dagurinn frá því að hann kom heim frá útlöndum. Ef hv. þm. heldur, að ég vilji af óheilbrigðum ástæðum tefja fyrir málinu, er það síður en svo. Ég mun ætíð beita mér fyrir því, að öll mál fái þinglega afgreiðslu.